UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Súkkulaðiostakaka Ábætisréttir
Ég bý þessa ostaköku oft til þegar ég fæ gesti og er ævinlega beðin um uppskriftina, svo ég ákvað að senda hana til ykkar ef þið hefðuð áhuga á að bæta henni á uppskriftarvefinn ,sem mér finnst alveg frábær.
110 gr. mulið hafrakex
75 gr. bráðið smjör

400 gr.Rjómaostur ( 1 askja )við stofuhita.
5 msk. rjóma
1 bolli sykur
1/2 bolli kakó
1/2 tesk. kanill
3 egg

Hafrakex og smjör er hrært vel saman og sett í botninn á lausbotna kökuformi. Gott að smyrja formið að innan með feiti.
Bakað inní ofni við 180 gráður í 8 mín. tekið út úr ofninum og kælt örlítið.
Rjómaostur og rjómi er hrært vel saman, því næst er sykur, kakó og kanill sett útí og síðast eggin, hrært allt saman í ca. 2 mín.
Blöndunni hellt yfir hafrakexbotninn og sett í ofninn ( 180°C ) og bakað í ca. 25-35 mín. Kakan lyftir sér vel í ofninum þess vegan verða að vera háar brúnir á forminu, en það er eðlilegt að hún falli fljótlega eftir að hún er tekin út.
Skreytt með þeyttum rjóma og súkkulaðispæni.

Sendandi: Ágústa Hjartar Ástráðsdóttir <agusta@spron.is> 27/09/1999



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi