UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
döðluterta með karamellusósu (dillonskaka) Brauð og kökur
mjúk og góð kaka með heitri karamellusósu. algert sælgæti, borin fram beint úr ofninum. svo er karamellusósan lika geggjuð sem íssósa.
Döðluterta með karamellusósu.

235 g döðlur og smá vatn.
1 tsk. matarsódi
120 g mjúkt smjör
5 msk. sykur
2 egg
3 dl hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk vanilludropar
1 1/3 tsk lyftiduft

Setjið döðlur í pott og látið smá vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín.
Bætið matarsódanum saman við í pottinn.
Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, Blandið restinni af hráefninu útí en döðlumaukið síðast.

Bakað í springformi ( með háum börmum, lausbotna) smyrja vel eða nota smjörpappír.
Hitið ofninn í 180 gráður og bakið í 30-40 mín.

Karamellusósa
200 g smjör
200 g púðursykur
1 tsk vanilludropar
2 dl rjómi

Sjóðið saman í 5 mínútur. Hrært stöðugt, og borið fram heitt í könnu með volgri kökunni.


Sendandi: Steinunn Þ. 17/03/2006



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi