|
|
|
|
Prenta út
Desert Jói Fel.
|
Ábætisréttir
|
Mjög gott.
|
|
55gr sykur
1.5dl rjómi
2 stk eggjarauður
240gr 52% súkkulaði brætt
4.5dl rjómi þeyttur
|
Sterk karmellu súkkulaði mús.
Sykurinn er settur á pönnu og
bræddur við vægan hita þar til hann fer aðeins að brúnast, passið að brenna ekki. Gott er að hita 2 dl af rjóma í potti og setja saman við sykurinn í smá skömmtum og hræra vel í á meðan. Látið sykurinn leysast allann upp, takið af hitanum og látið suðuna koma vel niður. Setjið eggjarauðurnar saman við eina í einu og hrærið vel í á milli, blandið svo súkkulaðinu saman við sykurlögin og hrærið vel saman. Setjið svo þeytta rjómann saman við þegar sykurblandan hefur aðeins kólnað. Hrærið rólega saman í fallega mús. Setjið músina í skál og látið stífna í c.a sólarhring. Gott er að vera með þeyttan rjóma og jarðaber með músinni.
|
|
Sendandi: Linda
|
18/11/2006
|
|
|
|