Petits súkkulaði
1 ¾ dl rjómi
½ stk vanillustöng
150gr súkkulaði
¾ dl mjólk
2 stk eggjarauður
60gr sykur
Rjóminn og vanillustöngin er hitað að suðu og tekið til hliðar og kælt, kornin eru skafinn úr vanillunni og sett í rjóman ásamt stönginni. Súkkulaðið og mjólkin er brætt saman við vægan hita í potti, hrærið reglulega í svo ekki brenni. Rauðurnar og sykurinn er þeytt vel þar til létt og ljóst. Þá er rjómanum blandað saman við þeytinguna ásamt súkkulaðiblöndunni, hrærið varlega saman með sleykju. Setjið deigið í skálar en ekki alveg uppí topp. Setjið skálarnar í stórt form og setjið heitt vatn sem nær upp að hálfri skálinni, bakið við 140° í c.a 45 mín.
|
Rjóminn og vanillustöngin er hitað að suðu og tekið til hliðar og kælt, kornin eru skafinn úr vanillunni og sett í rjóman ásamt stönginni. Súkkulaðið og mjólkin er brætt saman við vægan hita í potti, hrærið reglulega í svo ekki brenni. Rauðurnar og sykurinn er þeytt vel þar til létt og ljóst. Þá er rjómanum blandað saman við þeytinguna ásamt súkkulaðiblöndunni, hrærið varlega saman með sleykju. Setjið deigið í skálar en ekki alveg uppí topp. Setjið skálarnar í stórt form og setjið heitt vatn sem nær upp að hálfri skálinni, bakið við 140° í c.a 45 mín.
Smá skel kemur á deigið en er svo dúnamjúkt súkkulaði krem inní, einstaklega ljúfengt með smá þeyttum rjóma.
Passar í c.a 6 krem brule skálar
|