UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Köttfärssås/Kjötfarssósa a la Arto Rokolampi. Íslensk þýðing og smökkun: Ársæll Hjálmarsson. Kjötréttir
Nokkurs konar kjöt-/pastaréttur. Nafnið segir allt sem segja þarf! Uppskriftin dugir fyrir fjórar manneskjur!
500gr Nautahakk eða Ungnautahakk.
1stk stórar paprikur (rauð, græn, gul)
1/2stk laukur.
2stk hvítlauksrif (eða eftir smekk)
2 littlar dósir af tomat purré.
Paprikukrydd
Svartur pipar
Salt
Pipar
Lófafylli af Oregano
Tómatssósa
(Vatn)
Spaghetti!
Grænmetis-buljong/súputeningur (lítill)

Setjið spaghettíið í pott með vatni og ögn af matarolíu í.
Setjið hakkið á pönnuna og miljið það niður í litlar agnir.
Brúnið hakkið lítillega og kryddið vel með paprikukryddi.
Setjið síðan útí paprikurnar og laukinn og steikið það léttilega með
hakkinu.
Þar á eftir er kryddað vel með Svörtum pipar, salti og pipar.
Því næst er sósan löguð. Þá er sett vatn útá hakkið þannig að það fljóti
lauslega.
Út í það fer súputeningurinn og tomatpurré-ið, hvítlauksrifin og
tómatsósan, sparið ekki tómatsósuna, en setið ekki of mikið.
Þá er að láta þetta malla saman í nokkrar mínútur, eða þar til að
spaghettíið er tilbúið.
Athuga þarf hvort að krydda þarf meira. Oftast er það þá paprikukryddið,
en auðvitað má bæta hinum út í ef þess er óskað.
Því næst er Oreganoið stráð útí, alltsaman mallað saman og svo lagt á borð
og borðað með bestu list.
Verið ykkur að góðu!

Sendandi: Ársæll Hjálmarsson <hbryn@eyjar.is> 12/10/1997



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi