5dl. voglt vatn
1tsk. salt
1 pk þurrger (11g.)
1 kúfuð msk.mæjones
2 msk. sykur
1 dl. haframjöl
hveiti eða spelt
eftir þörfum
Fylling
pizzasósa
rifinn ostur
saxað pepparoni eða
skinka
|
Vatni, sykri og geri blandað saman. Þá er mæjonesið og saltið sett út í og að lokum haframjölið og hveitið, hnoðað saman þar til degið er hætt að festast við skálina. Degið er látið lyfta sér í ca. 20 mín.
Síðan er degið hnoðað aftur og flatt út, pizzasósunni er smurt á degið og síðan ostinum og skinkunni/peparoni.Þá er deginu rúllað upp og skorið í hæfilega þykkar sneiðar og látið hefast í ca.15 mím. Bakað við 200° í ca.10 mín.
(Mér finnst gott að láta degið hefast í ofninum við 50° og blástur.)
|