UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Pizza með kjúklingakjöti Pizzur og pasta
Alveg sérstaklega holl og góð pizza
Speltbotn:
5 dl. spelt
3 tsk. lyftiduft
1 tsk salt
2 msk. ólívuolía
1 msk. krydd
ca. 3 dl AB-mjólk eða heitt vatn

2 kjúklingabringur, skornar í strimla
2 msk balsamic edik
1 msk olívuolía til að steikja upp úr.
1 rauðlaukur
pizzusósa eða saxaðir/maukaðir sólþurrkaðir tómatar.
1 kúla Mozzarellaostur
1 búnt ferskt koriander

Kjúllastrimlarnir eru lagðir í marineringu í 10 mín í 1 msk af balsamic edik.
Pizzadegið búið til og leyft að standa á meðan restin er undirbúin.

Rauðlaukurinn steiktur upp úr olívuolíunni og 1 msk af balsamic edik bætt út í. Kjúllastrimlarnir svo steiktir. Pizzadegið flatt út, pizzasósu/sólþurrkuðum tómötum dreift yfir, svo lauknum, kjúllastrimlunum og að síðustu er Mozzarella osturinn skorinn niður og dreift um pizzuna. Setja á 200C gráður í uþb15 mín eða þar til pizzan er orðin gyllt og sæt. Þegar pizzan kemur út úr ofninum er söxuðu fersku koriander dreift yfir.


Sendandi: Friðrika Kr. Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 05/10/2007



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi