Mjög góð súpa og ekki er hún síðri upphituð.
Þessi er afskaplega auðveld að elda og hún svíkuð aldrei.
Áættluð fyrir 4-6.
Hráefni:
500 - 600 gr. nautagúllas
3 msk. ólífuolía
6 stk. kartöflur ( u.þ.b. 400 gr.) saxaðar
3 stk. laukar, saxaðir
2 stk. hvílauksrif, pressuð
2 stk. rauðar paprikur, saxaðar
2 litlar dósir tómatmauk ( purée)
6 dl. vatn
4 dl. mjólk
1tsk. óreganó
1/2 tsk.kúmen ( venjulegt )
3 tsk. paprikuduft
salt og svartur pipar
1 dós sýrður rjómi, 18 %
|
Aðferð: Takið stóran pott og steikið gúllasið í olíunni í smá stund og bætið síðan lauk og hvítlauk út í. Látið kartöflur, papriku og krydd út í, bætið vatni saman við, ásamt tómatmauki, og hrærið vel. Látið sjóða í 40 mín, eða þar til kjötið er orðið meyrt. Bætið mjólkinni saman við og sjóðið í smástund. Berið fram með sýrðum rjóma og saxaðri steinselju. Þessi er afskaplega auðveld að elda og hún svíkuð aldrei, ættuð frá Lísu Weisshappel.
|