|
|
|
|
Hamborgarabrauð úr spelti
|
Sérfæði
|
Prófaði þessa og hún er algjör snilld!
|
|
ca 6 stk.20 gr pressuger eða 6 gr þurrger
275 ml volgt vatn
1/2 msk hunang
ca 1/3 dl olía
25 gr hveitiklíð
75 gr gróft spelt
25 gr rúgmjöl (gróft spelt ef ykkur finnst rúgmjöl vont)
300 gr fínt spelt
|
1. Setjið gerið í skál og hellið volgu vatni yfir (37°C fyrir pressuger en 45°C fyrir þurrger). Bætið hunangi og olíu saman við og hrærið þar til gerið er uppleyst.
2. Blandið saman salti og hveitiklíð og bætið út í gerblönduna.
3. Blandið saman restinni og hrærið í skömmtum út í gerblönduna og hnoðið vel.
4. Breiðið klút yfir deigið og látið hefast á hlýjum stað í 45 mín.(ég set það í ofninn á rétt undir 50°C)
5. Hnoðið upp deigið og rúllið í lengju. Skiptið í 6 stykki. Mótið hálf flatar bollur og raðið þeim á plötu klædda með bökunarpappír.
6. Stingið lauslega í bollurnar með gaffli og látið hefast aftur á hlýjum stað í 20 mín.
7. Sigtið þunnt lag af fínu spelti ofan á og bakið á 180-200°C í 15 mín.
Það er hægt að nota venjulegt hveiti í stað fíns spelts og heilhveiti í stað grófs spelts.
Verði ykkur að góðu!
|
|
Sendandi: Þorgeir L. Árnason <toggi_12@hotmail.com>
|
15/04/2008
|
Prenta út
|
|
|