Var að horfa á matreiðsluþátt Nigellu og ákvað að ávinna mér ævarandi uppáhaldsess í hjarta ykkar allra með því að skella inn þessari uppskrift úr þættinum:
250 gr suðusúkkulaði, brætt í vatnsbaði og kælt
125 gr ósaltað smjör
125 gr sykur (blanda 75 gr púðursykur og 50 gr strásykur)
150 gr hveiti
30 gr kakó
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 msk vanilla
1 kalt egg
250 gr súkkulaðidropar
|
Smjör og sykur hrært í mjúkt og létt krem. Bræddu, kældu súkkulaði hrært saman við. Þurrefnum blandað saman og síðan hrært út í smjörblönduna. Eggið hrært saman við. Loks eru súkkulaðidroparnir hrærðir út í.
Deigið sett á bökunarplötu með ísskeið þannig að skeiðin er fyllt og skafið af henni svo hún sé sléttfull. Þá er deigið losað úr henni á plötuna. Uppskriftin gefur 12 smákökur.
Bakað við 170°C í 18 mínútur
|