Hrísgrjóna og linsubuff/ steik.
500gr soðin brún hrísgrjón.
500gr ósoðnar rauðar linsur.( soðnar í 15-20 mín,
gott er að láta 1 grænmetistening út í vatnið)
2-3 mtsk kartöflumjöl.
5 mtsk haframjöl.
3 grænmetis teningar,muldir út í.
2 stórir hvítlaukar saxaðir.
salt, pipar.season all, villibráðarkrydd, eða eftir
smekk. Baunirnar sigtaðar.
|
.
Öllu hrært vel saman.Þetta er þó nokkuð stór
uppskrift.Mót er vel smurt með olíu, rasp, hnetur,eða
haframjölstráð er yfir botninná mótinu,hrærunni er
jafnað vel í mótið og sléttað yfir.smá olíu smurt
ofan á ,síðan raspi, haframjöli, eða hnetuflögum
stráð ofan á,allt eftir smekk. bakað í ofni í 25-30
mín við °180-200.gr.
Meðlæti: Kartöflur, salat, sveppasósa,eða aðrar góðar
sósur.
Þegar að steikin er köld er mjög auðvelt að skera
hana í sneiðar,steikja í olíu á pönnu ,krydda
smávegis.
og bera fram með öllu því sem fólki dettur í hug.
Hægt er að nota þessa uppskrift í grænmetisborgara,
nota þá minna af hvítlauk og nota hamborgarakrydd.
Eins má búa til buff með steiktum lauk, rauðkáli og
grænum baunum osf.Betra er að velta buffinu upp úr
heilhveiti eða öðru mjöli, áður en steikt er.
Verði ykkur að góðu.
|