UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Bakaður Súkkulaðibúðingur. Óskilgreindar uppskriftir
Mmmmmm...
100 g smjör

100 g síríus suðusúkkulaði, brotið í bita

2 egg og 1 eggjarauða að auki

60 g sykur

1 og hálf msk hveiti

1 msk kaffilíkjör eða 1 tsk skyndikaffi

mokka-, súkkulaði- eða vanilluís


Ofninn hitaður í 170 gráður. Fjögur lítil, eldföst form eða bollar smurð með dálitlu af smjörinu. Afgangurinn af smörinu bræddur ásamt súkkulaðinu við mjög vægan hita og hrært þar til allt er samlagað. Tekið af hitanum.Eggin eggjarauðan og sykurinn þeytt mjög vel. Hveitinu hrært samanvið smátt og smátt og síðan líkjörnum (eða skyndikaffi, leystu upp í 1 msk af sjóðheitu vatni) og súkkulaðiblöndunni. Þeytt áfram í 3-4 mínútur. Hellt í formin og síðan eru þau sett á bökunarplötu og búðingarnir bakaðir í 15-20 mínútur, eða þar til þeir losna frá börmunum. Bornir fram strax, annaðhvort í formunum eða hvolft á diska, og ísinn borinn fram með.

Í staðinn fyrir ís má hafa þeyttan eða hálfþeyttan rjóma, gjarna bragðbættan með vanillusykri.

Sendandi: Þórey Vala, 10 ára <thorey_10@hotmail.com> 28/09/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi