UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Heitur brauðréttur ! Óskilgreindar uppskriftir
Góður og auðveldur réttur í veisluna ,klárast alltaf !!
1 1/2 heilhv eða heimilbrauð ,skorpan með. Skinka ca 16 sn,má vera annað álegg eða kjúklingur.Sveppir 1 dós ,smáir. Ananas 1/4 dós,mauk án safa.Geyma safann.Aspas 1 dós grænn smátt skorinn ,án vökva. Mayones 500 gr. Sýrður rjómi 1 dós 18%,Safi af ananas eftir smekk.Rjómi 15% ca dl , má sleppa.Krydd eftir smekk,ég nota smá karrý,paprikuduft eða season all.
Brauðið skorið í teninga( á stærð við mola,mayones,sýrður rjómi,rjómi 15% og krydd eftir smekk hrært vel saman,og síðan bragðbætt með ananassafanum ef vill(mér finnst það gott)skinka og aspas skorið í bita og því blandað við mayoneslöginn ásamt ananas og sveppum,hræra síðan brauðið saman við blönduna og passa að brauðið blotni vel, allt sett í stórt elfast mót ca28x28 cm ,ca 5cm djúpt,rífa ost yfir eða raða ostsneiðum yfir(þarf ekki)setja álpappír yfir á 180°í miðjan ofn í ca 25-30 mín ,taka svo pappírinn af og hafa í 10 mín í viðbót.
Sendandi: Steingerður Steindórsd 30/09/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi