5 dl gróft spelt
1 dl sesamfræ
3 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk sjávarsalt
2 dl sojamjólk
1,5 dl sjóðandi heitt vatn
|
Blandið þurrefnunum saman í eina skál og vökvanum (sojamjólk og vatninu) saman í annað ílát. Skvettið svo vökvanum saman við þurrefnin og veltið létt: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö og ekki mikið oftar því annars verður þetta of þétt og algjör ruddi.
Á ofnplötu er settur smjörpappír og svo er deginu slett með matskeið reglulega á plötuna þannig að litlar bollur myndist útum allt. Gott er að baka þetta í um 15 mín við 200 gráðu hita. Sjálf hef ég þetta bara í ofninum á meðan ítalska grænmetissúpan mallar.
Verði ykkur að góðu!
|