UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Sænskt jólabrauð Brauð og kökur
Jólabrauðið á jólunum..
50 gr. ger
½ lítri mjólk
150-200 gr. bráðið smjör
1 gr. saffran
½ teskeið salt
¼ lítri sykur
1 egg
1 ½ lítri hveiti
1 desilítri möndlubitar
rúsínur

Blandið mjólkinni og smjörinu saman og hitið að ca. 37°C, þannig að þú finnir hvorki heitt né kalt ef þú stingur fingri í blönduna. Blandið gerinu saman við. Bætið saffran, salti, sykri, eggi og möndlum við blönduna. Setjið nú hveitið smátt og smátt útí þar til deigið er ekki klístrað, losnar auðveldlega frá skálinni en er ekki of þurrt heldur, í einstaka tilfellum gæti þurft að bæta meira hveiti en segir í uppskriftinni og stundum þarf minna. Látið nú deigið hefast undir klút í 30 mínútur. Setjið nú svolítið hveiti á borð og hnoðið deigið létt. Skiptið nú deiginu í 32 jafnstóra bita og rúllið hverjum bita upp í ca 10 tommu langann orm. Byrjið nú á öðrum enda ormsins og rúllið honum upp að miðju, byrjið svo eins frá hinum endanum. Nú ætti ormurinn að vera eins og tveir samfastir snúðar eða tölustafurinn 8. Settu nú rúsínu í miðju hvorns "snúðs". Látið nú hefast aftur undir klút í aðrar 30 mínútur. Hitið ofninn að 225°C. Penslið brauðið með eggi og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 10 mínútur.
Sendandi: Magga <lenus@visir.is> 26/11/2008



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi