Deig:
150 gr smjörlíki
250 gr sykur
150 gr hveiti
3 egg
2 tsk vanilla
1 tsk lyftiduft
ofán á kökuna:
4-5 gul epli, afhýdd og skorin í báta
1 1/2 dl sykur
1 1/2 tsk kanill
40 gr saxaðar möndlur eða flögur
ofaná síðast:
Aprikósusulta
|
þeytið sykur og smjörlíki ljóst og létt. Þeytið egg saman við og hrærið síðan hin efnin samanvið. Sett í smurt mót.
stingið eplabátunum ofan í deigið, stráið kanilsykri og möndlum yfir. Bakið kökuna í 200° heitum ofni þar til ekkert loðir við prjón sem stungið er í hana. Síðustu fimm mínúturnar er kakan bökuð með aprikósusultunni . ( sultunni er smurt yfir kökuna.) góð með þeyttum rjóma og jafnvel ís líka.
|