UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
rjómakarrífiskur Fiskréttir
mjög einfaldur en algert æði
2-3 flök ýsa eða þorskur
1/2-1 agúrka fer eftir stærð
3-4 tómatar stórir
2 pakkar karrísósa (venjuleg þessi í bláu pökkunum frá toro.
2 pelar rjómi.
salt eftir smekk.
1 poki rifinn mozzarella ostur.

Látið flökin á grind,eða þerrið flökin betra að þau séu þurrari en safamikil. skerið fiskinn í bita þó minni en fyrir venjulega suðu,stráið salti í botninn á eldföstu móti setjið fiskin í skerið tómatana í bita og gúrkuna takið þið eftir endilöngu og skafið kjarnan úr með skeið,skerið í bita og blandið tómötum og gúrku samanvið fiskinn. setjið karríduftið í skál úr báðum pökkum hellið rjómanum samanvið og hrærið þessu létt saman með handþeytara,hellið yfir fiskinn og grænmetið,toppið með rifnum ost. stráið hvítlauksdufti yfir þá verður osturinn stökkur og gullinbrúnn. Það hefur verið reynt að breyta þessari uppskrift með því að bæta við hana lauk eða papriku en hún er best svona einföld:) matreiðslurjómi er ekki góður kostur í þessa uppskrift,þannig að enga megrun í þetta skiftið:)Best með soðnum kartöflum og brauði eftir smekk.Bakast í ofni við 200 gráða heitum ofni í c.a. 20 mín eða þar til osturinn er orðinn brúnn:)
Sendandi: Sigurbjörg Björnsdóttir <brut41@simnet.is> 17/11/2009



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi