UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Súkkulaði Tíramísú Ábætisréttir
Nammi namm
5 dl rjómi
300 g Síríus Konsum 56% súkkulaði, saxað
375 g mascarpone-ostur, mjúkur
3 msk. flórsykur
3 msk. Ameretto-möndlulíkjör
2 msk. kaffilíkjör
1 dl sterkt kaffi, kalt
16 stk. fingurkex (ladyfingers-kökur

Hitið 1 dl af rjóma og súkkulaðið saman í potti við mjög hægan hita þar til súkkulaðið er bráðið. Hrærið mjög oft og gætið þess vel að súkkulaðið hitni ekki of mikið.
Þeytið saman í skál afganginn af rjómanum, mascarpone-ostinn, flórsykurinn og Ameretto-líkjörinn þar til blandan verður slétt og samfelld.
Blandið kaffilíkjör og kaffi saman í annarri skál. Dýfið kökunum ofan í kaffiblönduna og raðið þeim upp með hliðunum á fallegri, djúpri skál. Hellið þriðjungi af súkkulaðiblöndunni á botninn á skálinni og setjið helminginn af rjómaostblöndunni þar ofan á.
Hellið öðrum þriðjungi af súkkulaðiblöndunni yfir og dreifið svo afganginum af rjómaostblöndunni þar yfir. Jafnið loks afganginum af súkkulaðiblöndunni yfir allt saman.
Breiðið plastfilmu yfir skálina, setjið hana í ísskáp og kælið réttinn í um 3 klukkustundir.

Sendandi: Nafnlaus 29/12/2009



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi