UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Súkkulaði og chili trufflur Ábætisréttir
Óvenjulegar og öðruvísi trufflur.
275 g Síríus Konsum 70% súkkulaði
50 g smjör, skorið í bita
3 dl rjómi
1¾ tsk. chili-duft
2 msk. Kahlúa-líkjör (má sleppa)
2 msk. Cadbury’s kakó

Sykraðar chili-ræmur:
250 g sykur
3 dl vatn
3 chili-aldin, fræhreinsuð og skorin í ræmur

Hitið súkkulaði, smjör, rjóma og 1¾ tsk. chili-duft saman í potti við hægan
hita. Hrærið í öðru hverju þar til blandan er orðin slétt og samfelld.
Leyfið blöndunni að kólna þar til hún tekur að þykkna dálítið. Hrærið
þá líkjörinn saman við, þeytið blönduna með handþeytara og kælið
hana svo í kæliskáp þar til hún er orðin stíf.
Takið eina teskeið af kreminu og mótið í kúlu. Endurtakið þar til kremið
er uppurið og raðið kúlunum á plötu sem hefur verið klædd með
bökunarpappír. Kælið.
Veltið trufflunum upp úr kakói. Kælið í minnst 2 klukkustundir. Skreytið
með sykruðum chili-ræmum.

Sykraðar chili ræmur:
Setjið sykur og vatn í pott. Hitið þar til sykurinn er orðinn uppleystur og látið blönduna þá sjóða í 1 mínútu. Bætið chili ræmunum út í, lækkið hitann og látið malla í 25 mínútur. Fjarlægið pottinn af hellunni og látið chili-ræmurnar standa í sírópinu í 2 klukkustundir áður en þær eru veiddar upp úr og látnar kólna alveg á bökunarpappír.

Sendandi: Nafnlaus 29/12/2009



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi