Súkkulaðikrem:
1 dl rjómi
2 msk. síróp
100 g Síríus Konsum, saxað
50 g hrein jógúrt
250 g flórsykur
50 g Cadburys Dream hvítt súkkulaði
Múffur:
100 g Síríus Konsum, saxað
1 msk. rjómi
2 msk. koníak
1 msk. flórsykur
150 g smjör
175 g dökkur muscovado-sykur
125 g hveiti
50 g kakó
1½ tsk. lyftiduft
3 egg
|
Byrjið á því að búa til súkkulaðikremið. Hitið rjóma og síróp saman að suðu en látið ekki sjóða. Brjótið Síríus Konsum-súkkulaðið í bita og setjið í skál. Hellið rjómablöndunni yfir og hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Blandið jógúrtinu saman við ásamt flórsykrinum. Hrærið vel saman og látið bíða í kæli í 2 klukkustundir.
Hrærið upp í kreminu eftir að það er tekið út úr kælinum. Setjið eina matskeið af kreminu ofan á hverja múffu eftir að þær hafa kólnað. Skrælið þunnar ræmur af hvítu súkkulaði með grænmetisflysjara og dreifið yfir til skrauts.
Hitið ofninn í 180°C og raðið 12 pappírsmúffuformum í múffumót (annaðhvort álmót eða silíkonmót). Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærið rjóma, koníak og flórsykur saman við þegar súkkulaðið er bráðið og kælið í um 15 mínútur. Hrærið smjör, muscovado-sykur, hveiti, kakó, lyftiduft og egg saman í annarri skál þar til blandan er orðin létt og samfelld. Setjið helminginn af deiginu í múffuformin og setjið svo eina skeið af súkkulaðiblöndunni ofan á. Setjið afganginn af deiginu ofan á og bakið múffurnar í 15-18 mínútur. Takið múffurnar út úr ofninum og leyfð þeim að kólna á bökunargrind.
|