Svínalund
Hveiti
Krydd
Smjör
Sinnep
Matreiðslurjómi
Grænmetisteningur
Estragon
|
Skerið svínalundina niður í grófa bita, veltið uppúr hveiti krydduðu með season-all og pipar. Steikið á pönnu uppúr smjöri þar til allar hliðar eru orðnar brúnar. Setjið kjötið í eldfast mót og búið til sósu á pönnunni sem kjötið var steikt á. Setjið slatta af ss sinnepi, ca rúman dl á pönnuna og síðan einn matreiðslurjóma, hræra vel saman. Síðan er settur einn grænmetisteningur útí og að lokum kryddað með estragoni, gott að hafa vel af því. Sósunni hellt yfir kjötið og sett inní ofn í 20-25mín. við 200°. Borðið fram með grjónum og salati.
Einnig gott að skipta svínalundinni út fyrir kjúklingabringur.
|