Ýsa - flökuð eða þverskorin, magn fer eftir hvað margir ætla að borða.
Kartöflur - magn í hlutfalli við magn ýsunnar.
Hamsatólg.
|
Kartöflurnar eru settar í pott og soðnar í u.þ.b. 20 mín.
Ýsan er sett í annan pott, söltuð lítillega og soðin í u.þ.b. 15-20 mín.
Hamsatólgin er sett í lítinn skaftpott og hituð þangað til hún er fljótandi.
Svo er þetta borið fram heitt. Einnig er mjög gott að hafa tómatsósu með.
|