700 gr. nautahakk
1 stór laukur
Ein dós sveppir
Salt og pipar
1 dolla rjómaostur
1 krukka rautt pestó
1 dl. mjólk
1 stór dós kotasæla
Grænar lasange plötur
Rifinn ostur
|
Steikið hakkið á pönnu.
Saxið laukinn og sveppina og steikið með. Kryddið eftir smekk.
Bræðið rjómaostinn ásamt pestóinu og mjólkinni í potti.
Setjið þunnt lag af hakki í eldfast mót, hellið pestórjómasósunni yfir og setjið kotasælu ofaná. Því næst þekið þið þetta með grænum lasange blöðum. Endurtakið aftur með hakkið, sósuna, kotasæluna og lasangeplöturnar. Í lokin setjið þið allt aftur nema lasangeblöðin. Rífið ostinn niður og stráið yfir. Bakist í ofni við 170 gráður á celsíus í c.a. 30 - 40 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og byrjað er að krauma í fatinu.
|