Innihald:
250 gr sykur
150 gr smjör
3 egg
230 gr hveiti
½ tsk lyftiduft
2 græn epli
150 gr súkkulaði
Kanilsykur
50 gr súkkulaði
|
Aðferð:
Forhita ofn á 170°C. Hræra sykur og smjör mjög vel saman, bæta svo einu eggi í einu við. Bætið svo við hveiti og lyftidufti. 150 gr súkkulaði er skorið smátt og bætt útí. Þá er fallegt deig í skálinni. Deiginu er svo skipt í tvo helminga. Gott er að nota hringlaga form. Annar helmingurinn er settur í formið og eplum raðað ofan á helminginn. Kanilsykri er stráð yfir og síðan er hinn helimingurinn settur ofaná. Að lokum er smá kanilsykri stráð ofaná kökuna,
Kakan í forminu er sett inní ofn á 170°C í 40 mínútur. Takið kökuna út úr ofninum við lok bökunartímans og stráið 50 gr af súkkulaði yfir kökuna á meðan hún er enn heit.
|