Uppskrift:
Gerir 10 stk muffins
115 gr smjör
1 + 1/4 bolli sykur
2 egg
2 bollar hveiti1/2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
1/2 bolli mjólk (ég bæti vanalega um 2-3 msk í viðbót)
(1/2 - 1 tsk vanillu extract ef þið viljið)
2 bollar bláber (frosin eða fersk)
|
-Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan lýsist.
-bætið eggjunum útí einu og einu og hrærið vel á milli. Þeytið þessu vel saman þangað til ykkur finnst blandan orðin loftmikil og ljós
-Bætið þurrefnum + mjólk útí og hrærið þar til það er blandað. Engin ástæða er að hræra kökudeig lengur en bara til að það blandist vel saman. Sé það hrært of vel binst glúteinið of mikið og kakan getur orðið seig
-Setjið muffinsið í muffinsform, með pappírsformum eða ekki og stráið smá sykri yfir muffinstoppana.
-Bakið í ofni við 180°C í 30-40 mínútur. Mínar muffins voru inni í 42 mínútur en séu notuð fersk, ófrosin ber þá mun bökunartíminn vera styttri.
|