| 1dl volgt vatn 1dl hrein jógúrt
 2 msk ólífuolía
 4dl hveiti
 1 msk sykur
 1 tsk þurrger
 1/2 tsk salt
 1 tsk lyftiduft
 
 Kryddblanda
 1/2 msk gróft salt og 1/2 msk indversk kryddblanda (td Garam masala)
 
 Hvítlaukssmjör
 15gr smjör og 1 hvítlauksrif
 
 
 
 | Hnoðið degið þar til það verður mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst degið of blautt. Látið hefast í 1 klst. við stofuhita. Hitið ofninn í 250-275 gráður. Blandið grófa saltinu og indversku kryddblöndunni saman á disk. Skiptið deginu í 8 hluta og hnoðið kúlur úr þeim. Fletjið kúlurnar þunnt og þrýstið annari hliðinni ofan í kryddsaltið og dustið svo það mesta af. Raðið brauðunum á plötu og bakið í 5-7 mín. Penslið svo með hvítlaukssmjöri. 
 |