UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Diddúarréttur Grænmetisréttir
Kjúklingabaunaréttur með indversku ívafi. Fyrir fjóra eða tvo matháka. Eldunartími u.þ.b. 1 klst. með uppvaski.
1 b. soðnar kjúklingabaunir (soð geymt)
Ólívuolía til steikingar
1 stór laukur
4 stór hvítlauksrif
2 tsk. Gara Masala krydd
1 tsk. karrý
500 gr. niðursoðnir tómatar
1/2 b. rúsínur
1/2 b. apríkósur
1 kúfuð msk. hnetusmjör (fæst sykurlaust í Heilsuhúsinu ef vill)
1,5 dl. eplasafi
salt (helst Herbamare)
nýmalaður pipar
safi úr einni sítrónu
1/2 b. cashew hnetur (má sleppa)

Baunirnar þarf að leggja í bleyti í hálfan sólahring og sjóða í 1,5 klst.
Saxaður laukur og pressaður hvítlaukur steiktir með Gara Masala og karrý í
2-4 mín. Ávextir saxaðir, hnetusmjör, tómatar og eplasafi (og soð) látið malla
í 20-30 mín. á lágum hita. Baunir, salt og pipar látið út í ásamt
sítrónusafanum. Cashew hneturnar eru fyrst ristaðar i ofni á 150 gráðum í 10
mín. ef maður nennir annars getur maður líka bara hent nokkrum möndlum út í
réttinn og sleppt þessu veseni með cashew hneturnar (hvenær á maður svosem
cashew hnetur, ég bara spyr?) Svo er þetta látið malla í u.þ.b. 10 mín. og
borðað með brúnum hrísgrjónum og góðu salati. Athugið að til þess að brúnu
hrísgrjónin séu æt er best að leggja þau í bleyti í 7-10 mín. og
sjóða svo í 30-45 mín. Bon appétit!!!

Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 29/06/1998



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi