UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Kladdkaka með karamellu Pippi og Rice Krispies Óskilgreindar uppskriftir
Verðlauna uppskrift

Uppskrift:
• 3 egg
• 2 1/2 dl sykur
• 4 msk kakó
• 2 dl hveiti
• 1 tsk vanillusykur
• 150 g smjör, brætt og kælt lítillega
• 100 g Pipp með karamellu

Ofan á kökuna:
• ca 6-7 dl Rice Krispies
• ca 2 dl mini marshmallow – litlir sykurpúðar (eða saxaðir stærri)
• 100 g Síríus mjólkursúkkulaði
• 100 g Síríus suðusúkkulaði

Ofn hitaður í 175 gráður við undir- og yfirhita og 24 cm smelluform smurt að innan. Egg og sykur hrært saman (ekki þeytt) þar til blandan verður létt og ljós. Þá er þurrefnunum bætt út í og að lokum brædda smjörinu. Hrært saman í stutta stund þar til allt hefur blandast vel saman, gætið þess þó að hræra ekki deigið of mikið. Deiginu er hellt í bökunarformið og Pipp súkkulaðið er brotið niður í bita og þeim raðað hér og þar ofan á deigið. Bitunum er þrýst lítillega ofan í deigið. Bakað við 175 gráður í um það bil 25 mínútur. Athugið að kakan á að vera blaut og þó svo að hún virðist vera mjög blaut þegar hún kemur úr ofninum þá mun hún stífna þegar hún kólnar. Kakan er látin kólna í bökunarforminu áður en Rice Krispies er sett ofan á.

Mjólkursúkkulaði og suðusúkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði. Rice Krispies og sykurpúðum (má sleppa) bætt út í smátt og smátt og magnið af því metið miðað við súkkulaðið. Blöndunni er því næst hellt yfir kökuna (sem er enn í bökunarforminu) og dreift vel úr því.
Kakan látin kólna í ísskáp í minnst tvo tíma eða þar til Rice Krispies blandan hefur stífnað. Það er gott að láta kökuna standa í smá stund við stofuhita áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.

Sendandi: Linda 25/10/2014



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi