4 kjúklingbringur
Olía til steikingar
8-10 sveppir
1 rauð paprika
1 laukur
1pk beikon eða beikonkurl.
1 piparostur
¼ líter rjómi
¼ pk rjómaostur (400 gr. askja
|
Kjúklingabringurnar eru skornar í bita, kryddaðar með salti og pipar og lokaðar á pönnu og síðan settar í eldfast mót. Því næst er laukurinn, paprikan, sveppirnir og beikonið skorið í bita og steikt á pönnu. Piparosturinn rifinn, rjómaosti og rjóma blandað saman við og látið malla í smá stund. Þessari blöndu svo hellt yfir kjúklinginn og látið inn í ofn við 180° í 30-40 mín. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og góðu salati.
|