UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Besta fiskisúpa í heimi Súpur og sósur
þetta er súpan sem er alltaf hægt að bjóða fjölskyldunni eða gestum uppá með góðu brauði, og ein af fáum uppskriftum sem ekki þarf að bæta neinu við, en samt má leika af fingrum fram eftir efnahag og því sem er í uppáhaldi.
3 meðalstórar gulrætur
2 laukar meðalstórir
1 púrra
250 gr fennikelrót (má vera steytt fennikel ca. 1-1/2 tsk)
3 fiskikrafts teningar
1 1/2 L vatn

2 dósir hunts eða ora niðursoðnir tómatar( 400 gr)
4 hvítlauksbátar
2-3 tsk timian
4 lárviðarlauf
1 tsk salt
ca. 1/2 tsk pipar
1/2 líter mjólk( ekki skemmir að hafa rjóma)
1 kg fiskur (Ýsa,Þorskur lúða)
1 dós kræklingur (má sleppa en gerir mikið)
500 gr rækjur

Gulrætur laukur purra og fennikel skorið í bita og sett út í vatnið með fiskiteningunum.

Síðan sett útí pressaður hvítlaukur, timian, lárviðarlaufin, saltið píparinn og tómatarnir(allt úr dósinni) soðið í 15-20 mínútur
.taka lárviðarblöðin úr

ef fólk vill ekki grænmetið í kögglum, þá er gott að setja þetta í mixer eða sigta það frá. en best er að gera það ekki!!!!
Mjólkin sett útí
Síðan er smátt skorinn fiskurinn settur útí og soðið í 3 mínútur og rækjur og kræklingurinn sett útí ca 1 mín. áður en ausið er upp.

Sendandi: Oddný Mattadóttir <oddny@mitt.is> 21/08/1998



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi