| 1 egg 150 gr sykur
 2 þroskaðir bananar
 250 gr hveiti
 1/2 tsk matarsódi
 1 tsk salt
 
 | Þeytið eggið og bætið sykurinum saman við í skömmtum. Þeytið vel saman við eggið í hrærivél. Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið í hrærivél.
 Sigtið saman hveiti, matarsóda og salt og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif.
 Setjið í vel smurt aflangt form,1 1/2 lítra, og bakið í 180°c en 160° með blæstri í heitum ofni í 45 mínútur.
 
 
   
 |