Hráefni:
500 gr rækjur
75 gr beikon
1 egg
1 msk maizenamjöl
1 tsk salt
½ tsk pipar
brauðrasp
matarolía til djúpsteikningar
Hráefi í súrsæta sósu:
2 ½ dl vatn
50 gr sykur
5 msk borðedik
1 msk tómatkraftur
2 msk sojasósa
maizena-sósujafnari
Ca 50 gr ananaskurl
|
Súrsæt sósa:
Setjið vatn, sykur, edik, tómatkraft og sojasósu í pott og hleypið upp suðu. Setjið ananaskurl ásamt safa út í og þykkið sósuna með sósujafnara.
Djúpsteiktar rækjur:
Hakkið rækjur og beikon í matkvörn. Hrærið egg og maizenamjöl saman við og kryddið með salti og pipar. Mótið bollur um 20 stórar eða 45-50 litlar. Veltið bollunum upp úr brauðraspi. Hitið matarolíu í ca 150-180 °C í djúpum potti og djúpsteikið bollurnar.
|