Kaka: 4 egg - 3 dl sykur - 6 dl rifnar gulrætur - 225 g smjör, brætt - 4 dl hveiti - 2 tsk lyfitduft - 2 tsk matarsódi - 2 tsk vanilludropar - 2 tsk kanill
Krem: 150 g hreinn rjómaostur - 60 g smjör - 2,5 dl flórsykur -
Að síðustu: kókósmjöl
|
Hitið ofninn í 175 C. Þeytið egg og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Hrærið bræddu smjöri saman við ásamt vanilludropunum, hveitinu, lyftidurftinu, matarsódanum, kanil og að síðustu fínt rifnum gulrótunum. Hellið í form sem er u.þ.b. 20 x 30. Bakið í u.þ.b. 20 mín. kælið.
Krem: Hrærið saman rjómaosti og smjöri og því næst flórsykrinum. Smyrjið þessu yfir kökuna þegar hún er orðin köld. Stráið kókosmjöli yfir og berið fram.
|