Þeyta saman eggjarauður, sykur og vanillusykur.
Ef blandan er mjög þykk má setja smá af ananassafanum útí.
Rjóminn er þeyttur og blandað saman við eggjahræruna.
Skera súkkulaðið í litla bita og setja útí blönduna ásamt ananaskurlinu.
Að lokum er svo settur smá sítrónusafi til að bragðbæta.