UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Súkkulaðibitakökur Smákökur og konfekt
Súkkulaðibitakökurnar hennar mömmu sem hún bakaði fyrir jólin
1 bolli hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
150 gr smjörlíki
6 msk sykur
6 msk púðursykur (ekki verra ef hann er ljós)
1/2 tsk vanilludropar
1/4 tsk vatn (maður getur bara hrækt í skálina, þetta er svo lítið magn!)
1 egg
100-200 gr Suðusúkkulaði, niðurbrytjað (ég kaupi 200 gr en ét alltaf eitthvað af því svo það kemst aldrei allt í uppskriftina).

Fyrst er hveiti, matarsóda og salti syktað saman og lagt til hliðar. Því næst er smjörlíki, sykri, púðursykri vanilludropum, vatni og eggi þeytt saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Síðan er hveitinu og co. hrært útí og að síðustu niðurbrytjuðu súkkulaðinu. Maður getur líka látið 1 bolla af söxuðum heslihnetum nema ef maður er með ofnæmi fyrir þeim þá myndi ég sleppa þeim. Ég læt þær aldrei í. Bakað við 175 gráðu hita í 10-12 mín.
Sendandi: Friðrika Kristín Stefánsdóttir <fridrika@flott.is> 17/12/2000



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi