1 bolli hveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
150 gr smjörlíki
6 msk sykur
6 msk púðursykur (ekki verra ef hann er ljós)
1/2 tsk vanilludropar
1/4 tsk vatn (maður getur bara hrækt í skálina, þetta er svo lítið magn!)
1 egg
100-200 gr Suðusúkkulaði, niðurbrytjað (ég kaupi 200 gr en ét alltaf eitthvað af því svo það kemst aldrei allt í uppskriftina).
|
Fyrst er hveiti, matarsóda og salti syktað saman og lagt til hliðar. Því næst er smjörlíki, sykri, púðursykri vanilludropum, vatni og eggi þeytt saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Síðan er hveitinu og co. hrært útí og að síðustu niðurbrytjuðu súkkulaðinu. Maður getur líka látið 1 bolla af söxuðum heslihnetum nema ef maður er með ofnæmi fyrir þeim þá myndi ég sleppa þeim. Ég læt þær aldrei í. Bakað við 175 gráðu hita í 10-12 mín.
|