UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Saltfiskur úr Stykkishólmi Fiskréttir
Saltfiskur sem ávallt gerir stormandi lukku!
1 kg. útvatnaður saltfiskur
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 dós tómatpuré
3 feit og pattaraleg hvílauksrif
1 zucchini
1 blaðlaukur
græn og gul paprika
1 matsk. timian
1/2 búnt fersk steinselja
nýmalaður góður pipar
örlítið salt
hveiti
smjör og ólífuolía til steikingar


Skerið fiskinn í huggulega bita og sjóðið í nokkrar mínútur (7) og látið kólna örlítið. Takið svo með fiskispaða og látið kólna á diski.
Saxið það sem á að fara í sósuna og steikið, papriku, lauk og zucchini uns sveitt og mjúkt. Bætið þá hvítlauknum út í auk tómata og tómatpuré. Ef til er hvítvín þá má setja slettu út til hátíðarbrigða! Kryddið og látið malla, hrærið í reglulega.
Takið nú roð og bein af fisknum, kryddið hveiti með pipar og hitið ólífuolíu og smjör á pönnu. Veltið fiskbitunum upp úr hveitinu og steikið í smérinu uns fallega gyllt. Setjið þá bitana í eldfast mót og sósunni út á. Bakið þetta nú við 200 °C í 10 mínútur. Berið fram með salati, góðu brauði og uppáhalds Rioja rauðvíninu ykkar.

Sendandi: Ásthildur Sturludóttir <asthildur@stykkisholmur.is> 28/03/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi