500 gr. pastaskrúfur
500 gr. spergilkál, nýtt eða frosið
4 dl. kjúklingasoð (vatn + kjúklingateningur)
200 gr. Dala-Yrja
1 dl kaffirjómi
250 gr. skinka
steinselja
|
Sjóðið pastað. Kljúfið spergilkálið í greinar og sjóðið í léttsöltu vatni nýtt í 7-8 mín en frosið í 5mín. Hitið kjúklingasoðið í potti. Brytjið Dala-Yrju út í og sjóðið saman við vægan hita. Hrærið kaffirjóma og skinkubitum út í. Hitið.
Raðið spergilkáli á disk. Setjið pasta ofan á og hellið heitri sósunni yfir.
Saxið steinselju og sáldrið yfir.
(Uppskrift úr Eftirlætisréttum)
|