UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð
- Rækjuréttur Oddnýjar

Prenta út
Mín útgáfa Óskilgreindar uppskriftir
Er með þessa alltaf í afmælum því hún klárast
Svamtertubotn
2 egg
62,5 gr flórsykur
25 gr hveiti
25 gr kartöflumjöl
1/2 tsk lyftiduft
50 gr súkkulaði
nokkrar döðlur

Marens
3 eggjahvítur
150 gr sykur
tæp 1/2 tsk lyftiduft

Eggjakrem
1 egg
3 msk sykur
1 peli rjómi

Súkkulaðikrem
3 eggjarauður
4 msk flórsykur
50 gr súkkulaði
1/4 rjómi

2 bananar

Svamptertubotn
Hræra saman flórsykur og egg, þar til það verður létt og ljóst. Súkkulaði og döðlur skornar í bita. Þeim og restinni af þurrefninum bætt varlega útí.

Bakað í formi við 160° blástur í c.a. 15 - 20 mín.

Marens
Eggjahvíta þeytt og restinni bætt varlega útí. Sett á bökunar pappír.
Bakað við 120° blástur í 2 tíma og látið kólna í ofninum yfir nótt.

Eggjakrem
Eggið og sykurinn þeytt og þeyttum rjómanum bætt varlega saman við.

Súkkulaðikerm
Eggjarauður og flórsykur þeytt saman. Súkkulaðið brætt og bætt útí hræruna. Látið aðeins kólna, er þeytta rjómanum svo bætt útí blönduna.

Kakan sett saman
Svamptertu botn. Bananarnir skornir í sneiðar og sett ofan á botninn, síðan eggjakrem, marens og þá súkkulaði krem ofaá allt saman og láta leka niður með hliðunum.

Ég set yfir leitt á hana kvöldið áður en ég borða hana.

Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <beta@skyrr.is> 28/06/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi