|
|
|
|
Rice Krispies kransakaka
|
Brauð og kökur
|
Besta rice krispies kaka sem klárast alltaf
|
|
500 gr bónus hjúpsúkkulaði dökkur
1 lítil dós síróp
150 gr smjör
280 gr rice krispies
|
Setjið hjúpsúkkulaðið, síróp og smjör í pott. Hrærið stöðugt í á meðan súkkulaðið er að hitna. Látið sjóða í 2 mín. og hrærið í á meðan. Svo er þessu hellt yfir Rice Krispies og hrært í með sleif. Í þessa köku eru notuð 18 kranakökuform (bý til stæðsta hringinn síðast ef ég á ekki nóg efni í hann sleppi ég honum). Fóðrið formin með plastfilmu og fyllið hvert form með Rice Krispies blöndunni. Kælið og losið svo hringina úr forminu þegar þeir eru orðnir harðir. Kökunni raðað saman. Svo er gott að skreyta hana með nammi t.d hlaupi eða setja nammi inn í og þegar komið er niður í tertuna kemur nammið í ljós. Nammið er fest utan á með bræddu suðusúkkulaði.
Ef ég nenni ekki að búa til kökuna set ég þetta í lítil muffins form.
Þetta er uppskrift úr Gestgjafanum en er svolítið löguð eftir mínu höfði.
|
|
Sendandi: Beta Ásmundsdóttir <beta@skyrr.is>
|
03/09/2001
|
Prenta út
|
|
|