UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Papriku-vínarbrauð Brauð og kökur
Fljótlegt og gott!!
frosið smjördeig, þítt í ísskáp
1 rauðlaukur
1/2 gul paprika, söxuð
1 rauð paprika, söxuð
salsasósa í krukku
rifinn ostur
salt og pipar
olía, til steikingar
egg, til penslunar

Fletjið smj.deigið út í u.þ.b. 2 mm þykkt og hafið það 17 cm á breidd. Léttsteikið lauk og papriku í olíu, í stutta stund og kryddið með salti og pipar. Lækkið hitann niður á minnsta straum, setjið lokið á og látið grænmetið mýkjast vel. Smyrjið salsasósu á smjördeigslengjurnar og látið síðan paprikumaukið í miðjuna, eftir endilöngu. Stráið svolitlum rifnum osti yfir og brettið upp hliðarnar, svo brúnirnar komi saman í miðju. Penslið m/ eggi og stráið osti yfir. Bakið við 200°c í 10-15 mín. Kælið og skerið niður.


Sendandi: Ylfa <ylfa77@hotmail.com> 14/10/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi