BOTNAR
5 eggjahvítur
2 dl sykur
2 dl púðursykur
2 bollar rice crispies
5 dl þeyttur rjómi
KARAMELLUKREM
2 dl rjómi
100 g púðursykur
2 msk sýróp
30 g smjörlíki
1 tsk vanillusykur
|
Þeytið eggjahvítur,sykur og púðursykur vel saman og blandið síðan rice crispies varlega út í deigið með sleif. Setjið í tvö hringlaga form,smurð og klædd álpappír,og bakið við 150°c í eina klukkustund.
Þeytið 5 dl af rjóma og setjið á milli botnanna.
KARAMELLUKREM
Setjið rjómann,púðursykurinn og sýrópið saman í pott og sjóðið vel við mjög vægan hita þar til blandan verður þykk.Bætið út í smjörlíkinu og vanillusykrinum.
Kælið kremið,og hellt yfir tertuna og jafnið út með sleikju.
|