UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Pavlova Brauð og kökur
Rosalega góð marenskaka frá Nigellu Lawson (as seen on TV)
Marengs:
4 eggjahvítur
Sítróna
16 msk. sykur
1 tsk. hvítvíns edik
2 tsk. maismjöl
nokkrir vanilludropar

Smyrjið skál að innan með sítrónusafa. Þeytið eggjahvíturnar í skálinni og þar til að þær eru nærri því stífþeyttar. Hrærið svo sykrinum varlega saman við og bætið svo út í edikinu og maísmjölinu. Að lokum bætið varlega með skeið vanilludropunum við.

Setjið smjörpappír á bökunarplötu og gerið rúmlega 20 cm hring og hellið deginu innan hans. Passið að dreifa ekki of mikið úr deiginu svo að marengsinn verði ekki þunnur og stökkur.

Forhitið ofninn í 180 °C en stillið niður í 150°C þegar þið setjið marengsinn inn í ofninn og bakið í 45-50 min. Látið hann kólna inn í ofninum.

Snúið marengsinum á hvolf og smyrið þeyttum rjóma yfir. Setjið svo ofan á rjómann ástaraldin, bláber, rifsber eða brómber. Helst súra ávexti til að vega upp á móti sykrinum í marengsnum.

Sendandi: Arnór Bogason <kokumeistarinn@kata-risaedlan.com> 24/10/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi