UppskriftaWWWefurinn
Heim Um vefinn Leit Tenglar

  Uppskriftaflokkar
Ábætisréttir
Brauð og kökur
Drykkir
Fiskréttir
Grænmetisréttir
Kjötréttir
Óskilgreindar uppskriftir
Pizzur og pasta
Sérfæði
Smákökur og konfekt
Súpur og sósur
Í toppformi

  Góðir vinir
Pjúsarafélag Íslands (PÍ)
sér um hug- og vélbúnað og hýsir vefinn.

  Hjálpaðu til
Bættu við!
Bættu við uppskrift!
Gestabókin
Skrifaðu í gestabókina
Hugmyndabankinn
Ertu með hugmynd varðandi vefinn?

  Nýjustu uppskriftirnar
- Soðinn Humar
- ekkert hnoðbruð, einfalt gott
- Súkkulaðikrem á skúffuköku
- Bollur úr sætri kartöflu
- Hrísterta með karmellu og súkkulaði
- Hjónabandssælan mín,
- Marsipanbotn
- Vínarbrauð

Prenta út
Djúpsteiktar kartöfluskífur Óskilgreindar uppskriftir
Kryddaðar og djúpsteitkar kartöfluskífur með osti. Tilvalið sem meðlæti eða eitt og sér.
Kartöflur
Ostur (t.d. 26% brauðostur)
Krydd eftir smekk (t.d. Pipar og Season All)

Kartöflurnar eru sneiddar niður í ca. 2mm þykkar skífur.

Skífurnar eru kryddaðar vel. Ég hef sett þær í box og kryddað og lokað svo boxinu og hrist vel. Þannig dreifist kryddið jafnt og vel á skífurnar.

Þá eru skífurnar tekar og þerraðar örlítið og djúpsteiktar þar til þær eru vel stökkar og fallega dökkbrúnar.

Þegar búið er að djúpsteikja skífurnar eru þær settar í eldfast form eða skál og ostsneiðum dreift yfir. Ef fólki finnst bræddur ostur góður þá er tilvalið að setja ostsneiðar ekki bara ofaná heldur líka inn á milli.

Formið er svo sett í smá stund inn í heitan ofn þar til osturinn er vel bræddur.

Það er ágætt að strá smá Season All yfir allt saman áður en það er borið fram.

PS: Galdurinn við þetta felst í kryddinu á kartöfluskífurnar svo endilega verið óhrædd við að prófa ykkur áfram með það!

Verði ykkur að góðu! :-)

Sendandi: Ingimar Róbertsson <iar@pjus.is> 09/11/2001



Heim Um vefinn Leit Tenglar
©2001 - Ingimar og Siggi