500 gr Hveiti
125 gr Smjörlíki
250 gr Sýróp
2 tsk Engifer
1 tsk Natron
1 stk Egg
Krem:
200 gr flórsykur
100 gr smjör (linað ekki brætt)
vanillusykur... slatti
|
Takið fyrst eina skál, gott að það sé hrærivél sem getur hnoðað, Setjið svo allt saman út í, eitt í einu og hrærið svo saman.
Byrjið að hræra á lágum snúning hraðinn er svo aukinn eftir tilfinningu hvers og eins.
Gott er að taka deigið úr hrærivélinni og hnoða það í höndunum, á borði, svona í restina.
Einnig er gott að hafa smjörlíkið lint, t.d láta það standa yfir nótt á borðinu, ekki bræða það í potti eða örbylgjuofni.
Látið deigið inn í ískáp í einhvern tíma (yfir nótt)
og fletjið svo út og gerið hringlaga kökur. Hægt er að nota glas.
Bakið við 175 c° þar til þær eru ljósbrúnar.
Látið kólna og gerið kremið á meðan.
Krem:
Hrærið efnunum saman og smakkið aðeins til, ef smjörbragð er af kreminu skellið örlítið meiri flórsykri og vanillusykri. Smyrjið á kökurnar og gerið svona kökusamlokur, sem sagt 2 og 2 saman.
Setjið í dunk, gott er að henda einni brauðsneið með svo þær haldist linar.
|