1 1/2 kg hamborgarahryggur
Sykurhjúpurinn á hrygginn:
200 gr tómatsósa,
75 gr súrt sinnep(Dijon),
1 dós sýrður rjómi,
2 dl rauðvín,
1 dl kók(hrært vel saman),
150 gr sykur,
klípa af smjöri.
Rauðvínssósa:
kjötkraftur (hænsna),
pipar,
picanta (má sleppa),
hindberjasulta (ca. 2 msk),
rauðvín (smakkað til),
rjómi (smakkað til).
Smjörbolla:
100 gr smjör mjúkt,
100 gr hveiti hrært saman.
|
Hamborgarahryggurinn er soðinn í potti í 1 klst. Vatnið látið fljóta vel yfir hrygginn, í soðið þarf að setja saxaðan lauk, gulrætur, og 8 korn af heilum pipar.
Sykurhjúpur:
Sykur og smjör brúnað, öllu hinu skellt útí þegar sykurinn er farinn að freyða.
Hryggurinn settur í ofnskúffu og penslaður að ofan með sykurblöndunni, 2-3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofninum þá brúnast hjúpurinn fallega.
Rauðvínssósa:
Soðið af hryggnum sett í pott. Bragðbætt með kjötkraftinum, pipar og td picanta.
Sósan bökuð upp með smjörbollu. Smjörbollan er sett smásaman út í soðið þar til að hún er orðin nógu þykk. Bætið við hindberjasultu, rauðvíni, rjóma, og bragðbætið með afganginum af hjúpnum.
|