3 eggjahvítur
2 dl.sykur
2 dl.saxaðar hnetur
Fylling
1/2 lítri rjómi
3 eggjarauður
100 gr.sykur
3 matarlímsblöð
1 dl.heitt uppáhellt kaffi
4 Daim súkkulaðiplötur (litlar)
|
Þeyta saman eggjahvítur og sykur vel, setja hneturnar saman við.
Passar í tvö form. Bakið við 150°C í ca.40 mínútur. Láta kólna.
Þeyta eggjarauðurnar og sykurinn vel saman, þeyttur rjóminn settur út í.
Matarlímsblöðin brædd og bætt út í kaffið og sett síðan saman við fyllinguna. Daim súkkulaðið brytjað smátt og sett síðan út í kremið.
Setja annan botninn á tertudisk, svo helminginn af fyllinguni, síðan hinn botninn og rest af fyllinguni, síðan er hún fryst.
Taka tertuna úr frysti ca. 3 klukkustundum áður en hún er borin fram. Betra finnst mér að baka marensin á smjörpappír, teikna bara tvo hringi á pappírinn með blýanti eftir forminum og breiði deigið þar út.
|