1 stór pylsupakki 
1-2 laukar 
3 dl. hrísgrjón 
1 teningur kjötkraftur 
2 msk. tómatpuré 
Hvítur pipar 
Salt 
5 dl. vatn 
Matarolía 
 
 
              
               
             | 
             
              
Skerið 1-2 lauka í skífur og steikið þá í matarolíu í potti. 
Skerið pylsur í litla bita og bætið í pottinn ásamt hrísgrjónum, kjötkrafti, tómatpuré og vatni.  Bætið einnig smá hvítum pipar og salti saman við.  Látið sjóða í 12 mín við hitastillingu 1-2. Hrærið í af og til.  Slökkvið þá á hellunni og látið krauma í aðrar 12 mín. með lokið á pottinum. 
Gott að hafa heitt brauð með, td. tómatbrauð eða hvítlauksbrauð.
              
               
             |