1 franskbrauð
1 dós aspas (250 gr)
200 gr. majones
3 egg
200 gr rifinn ostur
100 gr skinka í strimlum
|
Takið skorpuna af brauðinu og skerið það í teninga. Hellið safanum af aspasnum yfir brauðið. Blandið saman majonesi og þremur eggjarauðum saman við ásamt osti, aspas og skinku. Blandið öllu vel saman í skál. Stífþeytið 3 eggjahvítur og blandið þeim að endingu varlega saman við brauðblönduna. Setjið í eldfast mót og stráið dálitlu af rifnum osti yfir. Bakið í u.þ.b. 20 mínútur við 160°C-170°C hita eða þar til osturinn er bráðinn.
|