1 laukur
1 msk olía
4 msk tómatpuree
1 dós niðursoðnir tómatar
1 bolli vatn
3 gulrætur, skornar í þunnar sneiðar
1 lítil dós ananaskurl
1/2 kúrbítur (súkíní)
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 1/2 grænmetisteningur
1 tsk karry
1 tsk jurtasalt
1/2 tsk hvítur pipar
1 tsk chili pipar
1 bolli kúskús
|
laukur létt steiktur upp úr olíu. Svo bætt við tómatpuree,vatn, grænmetisteningi, gulrót, og kúrbít. Þetta er bragðbætt með kryddi. Setjið saxaða tómatana, ananaskurl og hvítlauk út í og látið réttinn sjóða í 10 mín. Að lokum bætið þið kúskús út í en takið potinn af hellunni og hrærið stöðugt í, í 5 mín. Mér finnst persónulega gott að hafa vel af chili en þið bara smakkið og kryddið eftir smekk :)
með þessu má hafa fersk salat og hvítlauksbrauð
Verði ykkur að góðu
|