1 egg
100 gr síróp
þroskaðir bananar
350 gr speltmjöl
1/2 tsk matarsódi
1 tsk salt
|
Þeytið eggið og sírópið saman við í skömmtum.
Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggja hræruna í hrærivél. Blandið saman speltmjöli, matarsóda, salti og hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif.
Setjið í vel smurt aflangt form,1 1/2 lítra, og bakið í 180°c en 160° með blæstri í heitum ofni í 45 mínútur.
Gott er að hafa uppskriftina 3 falda, setja hana í 3 form og frysta
|